Draumur
Höfundur: Örn Friðriksson
Textahöfundur: Friðrik Dagur Arnarson
1. Kór
Veistu það í nótt sem leið mig dreymdi lítinn draum,
- að dalurinn var orðinn grænn og fagur.
Silungarnir léku sér í silfurtærum straum
sólin brosti og það var alltaf dagur.
2. Kór
Og það var hús á bakkanum, sem horfði móti sól,
í hallanum, sem var þar upp frá ánni.
Það var sjálfur ég sem mér þar búið hafði ból,
ég byggði það úr voninni og þránni.
3. Sóló
Ég gekk nú burt frá ánni, þar sem öndin synti hljóð
og opnaði litlar dyr að kofa mínum,
en áður en mig varði mér var i fangi fljóð,
það fljóð sem karlar þrá i draumum sínum.
4. Kór
Ég elskaði glaður stúlkuna og stúlkan elskaði mig.
er strengur hamingjunnar fór að rakna.
Við hversdagslegan veruleik mig svefninn leiddi á svig
þá sýndist öðrum mál eg færi að vakna.
5. Sóló
Ég hef síðan vonað að vakan hverfi burt,
að veröld muni að lokum fara að skána.
Þá ætla ég að þjóta til þín er varst um kjurrt
í þekku litlu húsi á hól við ána.